Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, sr. Gísli Jónasson leiðir stundina og Örn Magnússon er organisti. Sumri verður fagnað með söng og gleði. Rebbi refur kemur í heimsókn ásamt góðum vini sínum. Allir fá fallega mynd til þess að lita og hressingu í safnaðarheimilinu í lokin.
Tómasarmessa kl. 20 sem ber yfirskriftina: Við höfum séð Drottinn! Skúli Svavarsson kristniboði prédikar og Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt sönghópi. Boðið verður upp á fyrirbæn og lofgjörðarstund. Ath. að þetta er síðasta Tómasarmessa vetrarins. Molasopi í safnaðarheimilinu í lok messunnar.
Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti!