Nú er viðgerðum á kirkjunni lokið í bili og vonandi búið að koma í veg fyrir að kirkjan leki jafn mikið og hún gerði síðast liðinn vetur. Kyrrðarstundirnar á miðvikudögum hafa nú færst aftur upp í kirkju og nú verður aftur messað alla sunnudaga kl. 11.
Sunnudaginn 17. ágúst messar sr. Bryndís Malla Elídóttir og leggur í prédikun dagsins út frá rangláta ráðsmanninum sem segir frá í 16. kafla Lúkasarguðspjalls. Örn Magnússon leikur á orgelið og félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. Emilía verður með heitt á könnunni í safnaðarheimilinu að messu lokinni.