Sunnudaginn 23. nóvember verður Tómasarmessa kl. 20. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni pédikar en yfirskrift messunnar er: Hver er þinn Guð? Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina en Tómasarmessurnar einkennast af fjölbreyttum söng og tónlist. Mikil áhersla er lögð á fyrirbænaþjónustu og virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar en Tómasarmessurnar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og margir sótt styrk og blessun í boðskap hennar. Í lok messunnar er boðið upp á te og molasopa í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!