Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Mikill söngur og gleði. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn og Steinunn, leiða samveruna ásamt sr. Gísla og Örn Magnússon situr við orgelið og flygilinn. Eftir stundina er kaffi og önnur hressing í safnaðarheimilinu.
Laufabrauðsgerð. Að fjölskylduguðsþjónustunni lokinni býður Hollvinafélag Breiðholtskirkju síðan öllum þeim sem það vilja, að taka þátt í því að skera og steikja laufabrauð. Nauðsynlegt er að taka með sér hnífa, bretti og ílát undir laufabrauðin, sem Hollvinafélagið leggur til og selur á 100 kr. hvert brauð. Boðið verður uppá kaffi, djús og piparkökur og það eru allir velkomnir.
Þriðja Tómasarmessan á þessu hausti kl. 20:00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar út frá þemanu “Verið glöð í Drottni”. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.