Fjölskyldu og æskulýðsguðsþjónusta á Æskulýðsdegi kl. 11:00.
Mikill söngur og gleði. Leiðtogar sunnudagaskólans, Steinunn og Steinunn, leiða samveruna og Örn Magnússon situr við orgelið og flygilinn. Prestur er sr.Þórhallur Heimisson. Fermingarbörn aðstoða við lestra og bænir. Eftir stundina er kaffi og önnur hressing í safnaðarheimilinu.
Tómasarmessa kl. 20:00.
Skúli Svavarson, kristniboði, prédikar út frá þemanu “Þegar þú biðst fyrir”. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina ásamt Tómasarmessusönghópnum. Fyrirbænir, hugleiðing, söngur og gleði. Að messu lokinni er boðið upp á kaffi og aðra hressingu í safnaðarheimilinu.