Messa og sunnudagaskóli kl.11.00. Prestur sr.Sigurjón Árni Eyjólfsson. Gerðubergskórinn syngur. Stjórnandi Kári Friðriksson og undirleikari Árni Ísleifs. Organisti Örn Magnússon. Súpa í safnaðarheimilinu eftir messuna.
Ensk bænastund kl.14.00. Prestur sr.Toshiki Toma
Jólatónleikar kirkjukórsins kl.17.00 – „Jól í Tjaldkirkjunni“.
Kórinn flytur fjölbreytta jóla og aðventu – tónlist undir Stjórn Arnar Magnússonar. Kórinn hefur á að skipa fjölda frábærra söngvara og hljóðfæraleikara sem syngja einsöng með kórnum og leika einnig á hin ýmsu hljóðfæri á tónleikunum með kórnum. Á þessum tónleikum verður meðal annars frumflutt ný útsetning eftir stjórnanda kórsins á fornu jólalagi úr handritinu Hymnodia Sacra, sem er íslenskt sálmahandrit frá 18. öld.
Auk Hildigunnar Halldórsdóttur fiðluleikara og Sverris Guðmundssonar óbóleikara sem bæði syngja í kórnum verður Guðný Einarsdóttir organisti Hjallakirkju kórnum til aðstoðar á þessum tónleikum og leikið verður auk þess á franskt horn og hið þjólega hljóðfæri langspil.
Jólastemning og kertaljós prýða þessa stund sem er endurnærandi fyrir líkama og sál.