Göngumessur á milli kirkna í Breiðholti verða 10., 17. og 24. júní.
10. júní kl. 10:00 verður gengið frá Seljakirkju og að Fella- og Hólakirkju. Þar hefst messa kl. 11:00. Kaffisopi eftir messu og akstur að Seljakirkju.
17. júní kl. 10:00 verður gengið frá Fella- og Hólakirkju og að Breiðholtskirkju. Þar hefst messa kl. 11:00. Kaffisopi eftir messu og akstur að Fella- og Hólakirkju.
24. júní kl. 10:00 verður gengið frá Breiðholtskirkju og að Seljakirkju. Þar hefst messa kl. 11:00. Kaffisopi eftir messu og akstur að Breiðholtskirkju.