Fjölskylduguðsþjónusta verður á sunnudaginnn undir stjórn Steinunnar Þorbergsdóttur, Steinunnar Leifsdóttur og sr. Magnúsar B. Björnssonar kl. 11:00.
Það verður líf og fjör í safnaðarheimili Breiðholtskirkju eftir fjölskylduguðsþjónustuna á sunnudaginn. Hollvinafélagið gengst fyrir laufabrauðsskurði þar sem fjölskyldur koma saman og skera brauðin.
Vanir menn sjá um að steikja. Takið með bretti, hnífa og ílát undir brauðið. Athugið að taka líka með budduna, það verður ekki posi á staðnum.
Tómasarmessa er kl. 20. Yfirskriftin er: Konungur? Karlakór KFUM leiðir lofgjörðina. Tónlistarstjóri er Matthías Baldursson.