Sunnudaginn 17. mars eftir sunnudagaskóla og messu kl. 11 verður blásið til þakkarhátíðar og hjólastólalyftan vígð. Sóknarnefnd, Hollvinafélag Breiðholtskirkju og starfsfólk er afar þakklátt öllum sem studdu söfnunina. Þeim er boðið að koma í kirkjukaffi og gleðjast með söfnuðinum. Í sunnudagaskólanum þjóna þær Steinunn Leifsdóttir og Steinunn Þorbergsdóttir. Prestur í messunni er sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti og stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon.
Kl. 14 verður Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholtskirkju ICB með bæna- og lofgjörðarstund. Prestur sr. Toshiki Toma.