Fjölskylduguðsþjónusta verður næsta sunnudag kl. 11. Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, Steinunn Leifsdóttir og sr. Magnús Björn Björnsson, sjá um guðsþjónustuna.
Um kvöldið kl. 20 er Tómasarmessa. Yfirskrift hennar er: Blessun Drottins. Sr. Kristján Björnsson, biskup í Skálholti prédikar. Í Tómasarmessum er lífleg tónlist. Matthías Baldursson og Páll Magnússon sjá um hana, en gestakór er Gospelkór Smárakirkju. Prestar, djáknar og leikmenn þjóna saman í messunni og er hún einstök upplifun fyrir þá sem ekki hafa komið fyr. Það eru Breiðholtskirkja, Félag Guðfræðinema, Kristilega skólahreyfingin, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Samband íslenskra kristniboðsfélaga sem standa að Tómasarmessunum