Jólatónlaikar verða á sunnudagskvöld kl.20:00 í Breiðholtskirkju.
Sönghópurinn Marteinn og Kór Breiðholtskirkju leggja saman krafta sýna og raddir til að búa til innilega jólastemningu.
Sönghópurinn Marteinn og Kór Breiðholtskirkju leggja saman krafta sýna og raddir til að búa til innilega jólastemningu.
Stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon.
Kórarnir syngja í sitthvoru lagi en syngja svo saman nokkrar klassískar perlur.
Sönghópurinn Marteinn er skipaður fólki sem einhverntíma á áratugunum í kringum aldamótin söng í Dómkórnum í Reykjavík undir stjórn Marteins heitins Friðrikssonar, dómorganista. Kórstarfið er mismunandi reglubundið en í sumar tóku þau þátt í kóramóti Corearte-samtakanna á Tenerife.
Þrjú úr sönghópnum deila ábyrgðinni á stjórn Sönghópsins; Þórunn Björnsdóttir, alvanur barnakórstjóri úr Kópavogi, Sigmundur Sigurðsson sem annars er mjólkurbílstjóri á Suðurlandi og Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskólans.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Posi á staðnum
Posi á staðnum
