Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 11 í Breiðholtskirkju.
Eins og hefð er fyrir á fjórða sunnudegi í aðventu verður hugljúf jólatónlist í forgrunni og ritningarlestrar aðventunnar lesnir í heild sinni.
Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari. Örn organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór Breiðholtskirkju.
Verið hjartanlega velkomin.