Næsta sunnudag verður fyrsta fermingin hjá okkur í vor í Breiðholtskirkju.
Fermingarathöfnin hefst kl. 11:00 og þjóna báðir prestarnir okkar, Sr. Pétur og sr. Jón Ómar.
Kór Breiðholtskirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnar organista.
Fermingarnar eru alltaf hátíðlegt tímabil í kirkjunni og hlökkum við til þessarar stóru stundar í lífi fermingarbarnanna.