Engin messa verður í Breiðholtskirkju kl. 11, næstkomandi sunnudag vegna árlegrar safnaðarferðar sem farin verður á sama tíma.
Alþjóðlegi söfnuðurinn verður með guðsþjónustu kl. 14, sem er öllum opin.
Hin árlega vorðferð Breiðholtskirkjusafnaðar verður farin sunnudaginn kl. 11. Leiðin liggur austur á Laugarvatn þar sem við munum staldra við Vígðulaug og Laugardalshelli áður en við heimsækjum Efstadal. Þaðan verður farið í Haukadal, þar sem við heimsækjum Haukadalskirkju og fáum okkur síðdegishressingu áður en haldið verður aftur heim á leið.
Það verður hefðbundið helgihald í Breiðholtskirkju, sunnudaginn 14. maí.