Táknmyndir nútímans verða eitt megin viðfangsefni biblíulestra á haustmisseri. Abstraktmyndum má vel líkja við texta sem fólk verður að lesa og túlka.
Í biblíulestrunum mun Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur gera það með því að rýna abstraktmyndir með þá spurningu í huga hvort túlka megi abstraktmyndir sem birtingarmynd vestrænnar nútímavæðingar. Leitað verður svara með greiningu á pistli Þorvaldar Skúlasonar Nonfígúratív–list og á þeim listaverkum sem tengjast greininni. Í fyrirlestrum er leitast við að ljúka upp táknheimi myndanna í tengslum við skírskotanir þeirra til ritningarinnar, tíðaranda og samtíðarsögu. Í biblíulestrunum mun auk þessa Dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur fjalla um trúarstef í bókmenntum og leiklist. Stefán Karlsson guðfræðingur og stjórnmálafræðingur ræðir um spennuhlaðið samband trúar og stjórnmála og Egill Arnarsson reifar valin stef úr tónlistarsögunni. Hér er á ferðinni spennandi námskeið þar sem leitast er við að svara spurningum þeirra sem vilja vita meira
Á námskeiðinu verður boðið upp á fyrirlestur og síðan verða umræður um efnið yfir kaffibolla þar sem þátttakendur eru hvattir til að leggja til umræðunnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Fyrirlestrarnir eru í Breiðholtskirkju á fimmtudagskvöldum klukkan 20–22. Alls er um 10 skipti að ræða þ.e.a.s. 14.09 – 21.09 / 26.10–14.12.