Messan næsta sunnudag, 1. október kl. 11:00, er ekki hefðbundin messa heldur svokölluð Hallgrímsmessa.

Hallgrímsmessa er einstakur viðburður sem á upptök sín í Breiðholtskirkju. Messan er sungin á fyrsta sunnudegi í október ár hvert. Fornt messutón úr Graduale frá Hólum í Hjaltadal er sungið ásamt sálmum sr. Hallgríms Péturssonar o.fl.

Hallgrímsmessa er eingöngu sungin þ.e. ekkert hljóðfæri er notað við messugjörðina og forsöngvarar eru úr hópi kórfélaga.

Hallgrímsmessa var fyrst sungin árið 2014.

Stjórnandi Kórs Breiðholtskirkju er Örn Magnússon og prestur er sr. Jón Ómar Gunnarsson.

 

Örn Magnússon og Kór Breiðholtskirkju