Á þriðja sunnudegi í aðventu, 17. des næstkomandi, klukkan 11:00 verður stund sem hefur fest sig í sessi undanfarin ár og nefnist Jólasöngvar við kertaljós. Þar verður hugljúf jólatónlist í forgrunni.

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari.

Tónlistarkonurnar Íris Rós Ragnhildardóttir og Jóhanna Elísa Skúladóttir syngja og leiða tónlistina.

Alþingismaðurinn Diljá Mist Einarsdóttir flytur aðventuhugvekju.

Kaffi og smákökur eftir stundina.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Ensk messa Alþjóðlega safnaðarins kl. 14:00.

Prestar: Sr. Toshiki Toma og sr. Pétur Ragnhildarson.

Undirleikari: Benedikt Guðmundsson.