Kæru vinir,

Verið velkomin í Breiðholtskirkju yfir hátíðarnar í fjölbreytt og innihaldsríkt helgihald.

 

Aðfangadagur

Aftansöngur kl. 18:00.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar.

Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina ásamt kór Breiðholtskirkju.

 

Jóladagur

Hátíðarmessa kl. 14:00.

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.

Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina ásamt kór Breiðholtskirkju.

 

Annar í jólum

Ensk jólamessa alþjóðlega safnaðarins kl. 14:00.

Prestur: Sr. Toshiki Toma.

Organisti: Örn Magnússon.

 

Gamlársdagur

Aftansöngur kl. 18:00.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar.

Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina ásamt kór Breiðholtskirkju.

 

Á Nýársdag verður einnig hátíðarmessa í Fella- og Hólakirkju kl. 14 þar sem sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari.

 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Kveðja frá sóknarnefnd, prestum og starfsfólki Breiðholtskirkju.