Næsta sunnudag er guðsþjónusta kl. 11:00 í Breiðholtskirkju.
Tónskáldið J.S. Bach samdi sex mótettur. Kór Breiðholtskirkju hefur áður flutt fimm af þeim á tónleikum en í guðsþjónustunni flytja þau þá sjöttu í fyrsta skiptið. Mótettan er skrifuð fyrir tvo kóra svo kórnum okkar verður skipt í tvo minni kóra sem syngja mótettuna saman. Kór Breiðholtskirkju leiðir einnig sálmasönginn í guðsþjónustunni og allt er þetta undir stjórn Arnar Magnússonar organista.
Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar og mun fjalla um Bach í guðsþjónustunni.
Messukaffi eftir stundina.
Verið velkomin.
Ensk messa alþjóðlega safnaðarins kl. 14:00.
Prestur: Sr. Toshiki Toma.