Hollvinafélag Breiðholtskirkju heldur aðalfund 9. apríl 2024 kl. 20 í Safnaðarsal Breiðholtskirkju.
Markmið félagsins er að styðja við safnaðarstarf í Breiðholtskirkju.
Á undanförnum árum hefur hollvinafélagið stutt rækilega við starfið og gefið kirkjunni margar dýrmætar gjafir. Dæmi um það eru nýjar sálmabækur og messuskrár. Einnig hefur hollvinafélagið stutt við æskulýðsstarf í söfnuðinum og eldri borgarastarfið.
Við hvetjum öll þau sem hafa áhuga á að styðja starfið í Breiðholtskirkju að mæta á aðalfundinn.