Næsta sunnudag, 23. júní er göngumessa í Seljakirkju.
Gengið verður frá Breiðholtskirkju kl. 10:00 til messu í Seljakirkju kl. 11:00.
Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar fyrir altari og prédikar.
Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista.
Eftir stundina verður boðið uppá veglegt messukaffi.
Allir eru velkomnir til guðsþjónustunnar, hvort sem þeir taka þátt í göngunni eða ekki!
Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð. Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og hvetjum við Breiðhyltinga nær og fjær til að taka þátt.
Næsta sunnudag, 7. júlí, er svo gengið frá Seljakirkju til messu í Fella- og Hólakirkju.