Næsta sunnudag verður messa í Breiðholtskirkju kl. 11:00.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina. Verið hjartanlega velkomin.
Kl. 14:00 fer vígsla sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups Íslands fram í Hallgrímskirkju. RÚV sýnir frá vígslunni í beinni útsendingu og er allt kirkjufólk hvatt til þess að fylgjast með vígslunni.
Sunnudaginn 8. sept hefst haustdagskrá Breiðholtskirkju með messu og sunnudagaskóla kl. 11:00.