Sóknarnefnd, prestar og starfsfólk Breiðholtskirkju óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Verið hjartanlega velkomin til kirkju um hátíðarnar.
Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar, organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.
Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 14, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn syngur og Örn Magnússon leikur á orgelið.
Annar dagur jóla: Ensk jólamessa alþjóðlega safnaðarins. Sr. Toshiki Toma þjónar fyrir altari og sr. Pétur Ragnhildarson prédikar. Organisti er Örn Magnússon.
Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 18, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.
Á Nýársdag er hátíðarmessa kl. 14:00 í Fella- og Hólakirkju.
„“Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs.“