Næsta sunnudag verður ekki hefðbundin messa kl. 11:00.

Sunnudagaskólinn verður hins vegar á sínum stað kl. 11:00 þar sem verður boðið upp á Biblíusögu, söng, gleði og hressingu í lok stundarinnar.

Guðsþjónusta Alþjóðlega safnaðarins verður einnig kl. 11:00. Prestar þar eru sr. Toshiki Toma og sr. Árni Þór Þórsson.

Kl. 14:00 verður Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju.

Sr. Árni Þór Þórsson prédikar og núverandi og fyrrverandi prestar í Vestur- Skaftafellssýslu þjóna fyrir altari. Söngfélag Skaftfellinga syngur ásamt kórfólki að austan, organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.

Kaffisala Skaftfellingafélagsins að messu lokinni.

Skaftfellingar nær og fjær boðnir hjartanlega velkomnir of hvattir til að fjölmenna.

Verið velkomin til kirkju á sunnudaginn.