Haustrigningin mun færa blessun segir í Sálmunum. Það er sannarlega blessun að fá að hitta vini sína úr kirkjustarfinu að loknu sumri, sjá brosandi andlit og útréttar hendur. Það er því rík ástæða til að halda hátíð. Sú hefð hefur myndast í Breiðholtskirkju að halda hausthátíð. Í ár verður hún haldin sunnudaginn 26. september klukkan 11:00.
Hátíðn gefur söfnuðinum tækifæri á að fagna því að haustið er komið og allt safnaðarstarf í kirkjunni er komið í gang. Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir hátíðina. Börnin keppast við að útbúa allt það sem prýða má góða hátíð, sama hvort það er kærleikstré, kórsöngur eða skilti sem verða við hverja leikjastöð. Stundin hefst með stuttri helgistund inni í kirkjunni og síðan er haldið út á hlað þar sem þrautir og leikir bíða okkar og grillaðar pylsur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.