Alla miðvikudaga er kyrrðar- og bænastund kl. 12 í kirkjunni. Beðið er nú í þessari viku sérstaklega fyrir þeim aðstæðum sem eru í þjóðfélaginu og þeim mörgu sem þjást af kvíða og áhyggjum. Einnig er hægt að koma bænarefnum á framfæri við presta kirkjunnar. Í kyrrðarstundinni sameinast margir í bæn og styrkjast í trú, von og kærleika. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegismat í safnaðarheimili kirkjunnar.