Á miðvikudögum er fjölbreytt starf í kirkjunni. Kl. 12 er kyrrðarstund með ritningarlestri og máltíð Drottins, kl. 13:30 hefst starf eldri borgara og á morgun kemur Kristín Steinsdóttir rithöfundur og les úr bók sinni er nefnist Ljósa. Kl. 16 koma kirkjukrakkarnir hressir að vanda og fylla safnaðarheimilið af söng og gleði. Kl. 18 hefst síðan æfing hjá kirkjukórnum. Kórinn getur bætt við sig þátttakendum og er áhugasömu söngfólki bent á að hafa samband við Örn Magnússon organista í síma 862 3119. Miðvikudagar eru því meiriháttar!