Messa kl. 11. Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur. Messuhópur 2 tekur virkan þátt í messunni og vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, Karen Ósk Sigþórsdóttir hönnuður og Linda Rós Sigþórsdóttir kennari. Skoðað verður í fjársjóðskistuna og brúður láta ef til vill sjá sig ef þær komast í safnaðarheimilið fyrir veðri og vindum. Öll börn fá fallega sögu með sér heim og blessunin er heldur aldrei langt undan. Djúshressing í lok stundarinnar.