Fyrsta samvera forskóla fermingarfræðslunnar verður næst komandi laugardag 12. mars frá kl. 10 til 14. Forskólinn er undirbúningsnámskeið fyrir fermingarfræðslu næsta vetrar og er frábært tilboð fyrir börn í 7. bekk sem vilja taka forskot á sæluna og læra Biblíusögur með skemmtilegum hætti. Samverurnar eru fjórar og lýkur forskólanum með fjölskylduguðsþjónustu með þátttöku nemenda úr forskólanum. Allar nánari upplýsingar veitir sr. Bryndís Malla í síma 892 2901 eða Nína Björg í síma 587 1500.