Hin árlega safnaðarferð verður farin sunnudaginn 8. maí. Ekið verður til Hvanneyris þar sem Landbúnaðarsafnið verður skoðað, kirkjan og Ullarselið. Eftir hádegishressingu verður síðan ekið í Borgarnes þar sem við munum taka þátt í messu kl. 14 í Borgarneskirkju. Eftir messukaffi verður haldið heim á ný. Ferðin kostar 2200 kr. ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára. Nauðsynlegt er að taka með sér nesti fyrir hádegishressingu. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 og áætluð heimkoma kl. 17. Skráning er í síma 587 1500 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is