Miðvikudaginn 21. mars verður áhugavert námskeið í safnaðarheimilinu sem hefst kl. 18 og lýkur kl. 21. Fyrirlesari er sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti. Á námskeiðinu verður fjallað um hina fjölbreyttu þjónustu, skyldur, ábyrgð og ánægju starfsfólks kirkjunnar með sérstaka áherslu á hina óvígðu þjónustu leikmanna. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á súpu og brauð. Skráning er í síma 528 4000 eða á kristin.arnardottir@kirkjan.is.