Það má með sanni segja að það sé ævinlega líf í kirkjunni okkar. Á morgun, miðvikudag, verður hin vikulega kyrrðarstund sem hefst klukkan 12:00. Eftir kyrrðarstundina er boðið uppá léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu.
Klukkan 13:30 hefst samvera eldri borgara. Í samverunni verður hið árlega og æsispennandi bingó. Kirkjuprakkarar hittast klukkan 16:00 og þau ætla að byrja að æfa jólahelgileikinn.
Allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjuna.