Hjartað fagnar!
Nú um helgina mun Kór Breiðholtskirkju halda árlega vortónleika sína. Þeir verða laugardaginn 14. apríl kl. 16 í Skálholtsdómkirkju og sunnudaginn 15. apríl kl. 20 í Breiðholtskirkju. Á efnisskrá kórsins verða sálmar eftir Þorkel Sigurbjörnsson og verk fyrir orgel og kór eftir Báru Grímsdóttur, Trond Kverno og Zoltán Kodály. Verk Báru er samið við fjögur erindi úr upprisusálmi Hallgríms Pétussonar. Lofsöngur Maríu eftir Trond Kverno er saminn fyrir orgel kór og tvo sópraneinsöngvara sem koma úr röðum kórfélaga. Að lokum eru tvö verk eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály. Það fyrra, Pange Lingua (Tunga mín af hjarta hljóði), er samið við fornan sálm Thomas Aquinas og það síðara er tónsetning Kodály við Sálm 114 (Þegar Ísrael fór út af Egyptalandi). Stjórnendur kórsins eru þau Marta Guðrún Halldórsdóttir og Örn Magnússon sem leikur einnig á orgelið á tónleikunum. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum í Skálholtsdómkirkju.