Fimmtudaginn 10. maí verður hátíð messuþjóna í Hjallakirkju í Kópavogi. Hátíðin hefst kl. 20 með stund í kirkjunni þar sem sr. Agnes M. Sigurðardóttir nýkjörinn biskup mun ávarpa gesti. Síðan mun sr. Íris Kristjánsdóttir segja frá starfi messuþjóna í Kanada og sr. Jón Dalbú Hróbjartsson fjalla um almennu kirkjubænina. Einnig munu messuþjónar segja frá sinni reynslu af þátttöku í messuhóp og að lokum verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir.