Sunnudaginn 24. júní verður síðasta göngumessa safnaðanna í Breiðholti. Að þessu sinni verður komið saman við Breiðholtskirkju kl. 10 árdegis og gengið um nánasta umhverfi kirkjunnar og síðan tekið þátt í messu í Breiðholtskirkju sem hefst kl. 11. Prestur er sr. Gísli Jónasson, organisti Örn Magnússon, félagar úr kór kirkjunnar syngja. Messuhópur tekur virkan þátt. Eftir messuna verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir bæði til göngunnar og/eða guðsþjónustunnar.