Aðventan nálgast og nú er tækifærir til þess að kaupa sér góðar kökur fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Hollvinafélag kirkjunnar verður með kökubasar í göngugötunni í Mjódd föstudaginn 30. nóvember frá kl. 12 og fram eftir degi. Glæsilegar kökur á góðu verði! Anna Axelsdóttir formaður félagsins tekur einnig á móti kökum ef þú vilt leggja basarnum lið. Hringið í kirkjuna 587 1500 eða komið með kökur á fimmtudaginn eða föstudagsmorgunn.