Þriðja sunnudag í aðventu 16. desember kl. 11 kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn og sýnir nýtt íslenskt jólaleikrit um Siggu og Skessuna sem komnar eru í jólaskap. Á undan leiksýningunni kveikjum við á kertunum á aðventukransinum og syngjum um kertin þrjú. Eftir leikritið verða áfram sungnir nokkrir jólasálmar sem koma vonandi öllum í sannkallað jólaskap. Í lokin fá öll börn glaðning í poka og heitt verður á könnunni í safnaðarheimilinu. Ekki missa að skemmtilegri stund í kirkjunni næst komandi sunnudag og er öllum velkomið að taka með sér gesti.