Jæja kæru vinkonur og vinir, nú styttist í jólin. Á morgun, miðvikudaginn 10. desember verður jólafundur kirkuprakkaranna og það er síðasti fundurinn fyrir jól. Sunnudagaskólinn verður á hverjum sunnudegi fyrir jól og vonandi eigum við öll eftir að hittast í honum.
Æfingar fyrir helgileikinn hafa gengið ótrúlega vel, þetta verður mjög hátíðlegt hjá okkur á annan dag jóla. Allir sem ætla að taka þátt í helgileiknum eiga að vera mættir klukkan 13:30 26. desember í kirkjuna.