Sunnudaginn 27. október verður skemmtilegur í kirkjunni, ekki missa af því að mæta!
Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta með miklum söng, fjársjóðskistu og umfjöllun um góða hlutskiptið í lífinu. Strax eftir fjölskyldustundina verður vöfflusala í safnaðarheimilinu og bingó með glæsilegum vinningum. Fyrir 1000 kr. verður bæði hægt að gæða sér á ljúffengum vöfflum og spila bingó! Sérstakt fjölskyldutilboð verður á 3000 kr. Ath. enginn posi á staðnum. Allur ágóði sem safnast rennur í söfnun fyrir línuhraðli á Landspítalann.
Kl. 20 verður fyrsta Tómasarmessa vetrarins sem ber yfirskriftina „Hversu dýrlegt er nafn Drottins“. Tómasarmessan gefur einstakt tækifæri til þess að upplifa nálægð Guðs og finna hversu mikil blessun hans er og hversu dýrlegt það er að nefna nafn hans í lofsöng og bæn. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og prestar og djáknar af höfuðborgarsvæðinu þjóna. Hægt verður að fá fyrirbæn með smurningu fyrir þau sem þess óska. Að lokinni messunni verður molasopi og te í safnaðarheimilinu.