Sunnudagaskóli kl. 11, sögur, söngur, gleði og kærleikur. Steinunn Leifsdóttir hefur umsjón með sunnudagaskólanum og allir fá dagatal Kristniboðssambandsins með sér heim.
Messa kl. 11, sr. Gísli Jónasson þjónar, Kór Breiðholtskirkju syngur og organisti er Kjartan Sigurjónsson. Messuhópur fjögur tekur virkan þátt. Tekið verður á móti samskotum til Kristniboðssambandsins. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.