Sunnudaginn 24. nóvember:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sagan af Daníel í ljónagrifjunni, Fróði og Rebbi refur koma í heimsókn og sungnir verða barnasálmar og hreyfisöngvar. Sunnudagaskólabörnin og fermingarbörn vetrarins eru hvött til þátttöku. Djús, kex og kaffi í safnaðarheimilinu í lokin.
Tómasarmessa kl. 20. Yfirskrift messunnar er: „Sá sem trúir hefur eilíft líf“. Sr. Gunnar Jóhannesson prédikar, Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og guðfræðinemar taka virkan þátt. Fyrirbænin skipar stóran sess í messunni og gefur dýrmætt tækifæri til þess að leggja allt fram fyrir Guð í bæn. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.