Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Leifsdóttur. Jólasaga og jólasöngvar verða í fyrirrúmi. Kveikt verður á þriðja aðventukertinu, dansað og sungið í kringum jólatréð og öll börn fá glaðning í lok stundarinnar.
Messa kl. 11, sr. Gísli Jónassonar þjónar, Örn Magnússon leikur á orgelið og kór kirkjunnar syngur. Messuhópur tekur virkan þátt með aðstoð fermingarbarna. Kaffi, piparkökur og notalegt spjall í safnaðarheimilinu að messu lokinni.