Sunnudagaskóli kl. 11, Steinunn Leifsdóttir sér um stundina. Í sunnudagaskólanum er sögð saga úr Biblíunni, kenndar bænir og mikið sungið. Stundum koma góðir gestir í heimsókn eins og hún Tófa eða Rebbi refur. Í lokinn er boðið upp á hressingu og fallega mynd til þess að lita.
Messa kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, guðspjall dagsins er Matteus 8:23-27. Organisti er Örn Magnússon og kirkjukórinn syngur. Messuhópur tekur virkan þátt, les ritningarlestra, bænir og býður alla velkomna í anddyrinu. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.