Á morgun, miðvikudag kl. 13:30, verður samvera hjá hópnum Maður er manns gaman. Þá mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytja erindi um Martein Lúther og fjölskyldu hans. Marteinn Lúther er þekktastur fyrir að vera einn af siðbreytingarmönnum kirkjunnar á 16. öld. Flestir þekkja til atburðarins sem átti sér stað við kirkjuna í Wittenberg en þar setti Lúther fram, eða öllu heldur hengdi upp, 95 greinar sem innihéldu kenningar hans um kristna trú. Það verður áhugavert að hlusta á Sigurjón Árna þegar hann leyfir okkur að skyggnast inn í hið persónulega líf Lúthers, sem er líklega flestum okkur framandi. Eftir erindið verður boðið upp á kaffisopa.
Þó að samverustundirnar séu hugsaðar fyrir eldri borgara eru allir hjartanlega velkomnir.
Kyrrðarstundin er á sínum stað og hefst klukkan 12:00 eins og alla miðvikudaga ársins. Léttur hádegisverður er eftir kyrrðarstundina.
Kirkjuprakkarar hittast klukkan 16:00 til 16:50.