Í dag, miðvikudaginn 10. september kl. 13:15, hefst starf eldri borgara í safnaðarheimili kirkjunnar. Maður er manns gaman er haft að leiðarljósi auk þess sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá. Samverurnar verða annan hvern miðvikudag í vetur. Umsjón með starfinu hefur Anna M. Axelsdóttir. Samverunum lýkur um kl. 15 með því að boðið verður upp á kaffi og meðlæti gegn vægu gjaldi. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kyrrðarstund er alla miðvikudag kl. 12 og léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.