Fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember kl. 11, kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn og sýnir barnaleikritið „Ósýnilegi vinurinn“. Einnig verður kveikt á fyrsta aðventuljósinu, Betlehemsfjárhúsið sett upp og sungin nokkur jólalög. Eftir notalega stund í kirkjunni verður boðið upp á djús og piparkökur í safnaðarheimilinu.