Það styttist óðum í æskulýðsdaginn sem er 1. mars. Kirkjuprakkarar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir æskulýðsdaginn, en þau sjá um almennu kirkjubænina í messunni. Bænirnar voru þau að setja saman í gær ásamt góðum hjálparhellum sem koma úr fermingarstarfinu. Börnin voru ánægð með að fá svo góða hjálp og fermingarbörnin stóðu sig með prýði.