Fjölskyldumessa verður sunnudaginn 22. febrúar kl. 11. Þá mun Stoppleikhópurinn sýna leikritið Ósýnilegi vinurinn. Leikritið fjallar um tvo vini sem leika sér mikið saman. Annar á líka ósýnilegan vin sem er bæði stór og sterkur og alltaf tilbúinn að hjálpa vinum sínum. Einstakt tækifæri til að sjá skemmtilega sýningu.
Tómasarmessa verður sama dag kl. 20. Orð Guðs, fyrirbæn og tónlist við allra hæfi. Sælir eru þeir sem hafa ekki séð og trúa þó (Jh. 20:29)