Síðasta sameiginlega göngumessa þjóðkirkjusafnaðanna í Breiðholti verður á sumarsólstöðum 21. júní. Gengið verður frá Breiðholtskirkju kl. 19 og yfir í Seljakirkju þar sem messa hefst kl. 20. Á leiðinni verður staldrað við á fallegum stöðum og íhuguð orð úr Davíðssálmum. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson leiðir gönguna en sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari í messunni. Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgel og félagar úr kór Seljakirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffi eftir messu og að því loknu boðið upp á akstur aftur til Breiðholtskirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til þess að taka með sér gesti.