Hin árlega Skaftfellingamessa verður næstkomandi sunnudag 15. mars kl. 14. Þetta er fjórða árið í röð sem slík messa er haldin í samstarfi við Skaftfellingafélagið í Reykjavík. Að þessu sinni eru það prestar úr Austur-Skaftafellssýslunni sem taka þátt í messunni. Sr. Sigurður Kr. Sigurðsson sóknarprestur á Höfn prédikar, ritningarlestra lesa sr. Einar Jónsson og sr. Fjalarr Sigurjónsson. Prestar Breiðholtskirkju þjóna fyrir altari, en bæði sr. Gísli og sr. Bryndís Malla þjónuðu áður í Skaftafellsprófastsdæmi. Samkór Hornafjarðar syngur ásamt Skaftfellingakórnum, organistar eru Friðrik Vignir Stefánsson og Kristín Jóhannesdóttir. Einsöngvari er Sólveig Sigurðardóttir og trompetleikari Steinar Þór Kristinsson. Að messu lokinni verður kaffisala á vegum Skaftfellingafélagsins þar sem gott tækifæri gefst til þess að hitta vini og ættingja.
Sunnudagaskólinn verður eins og venjulega kl. 11 með fjásjóðsleit og fögnuði.